Endurgreiðslur vegna erlendra kvikmynda fjórtánfölduðust Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:45 Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Game of Thrones Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
Game of Thrones Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira