Hrafnarnir frá Baltimore unnu leikinn um Ofurskálina 4. febrúar 2013 09:18 Goðsögnin Ray Lewis kvaddi deildina sem meistari. Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins. NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins.
NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11
Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00