Biðst velvirðingar á ummælum um Kúbu norðursins VG skrifar 14. febrúar 2013 09:42 Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram." Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram."
Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00
Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent