Leik lokið: Grindavík - KR 100-87 Jón Júlíus Karlsson í Röstinni skrifar 28. febrúar 2013 18:45 Grindvíkingar unnu mikilvægan sigur gegn KR í Dominos-deild karla í kvöld, 100-87. Grindvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust mest í 21 stigs forystu en KR-ingar bitu frá sér og náðu komast yfir í byrjun fjórða leikhluta. Það var þó ekki nóg því Grindvíkingar voru sterkari á lokametrunum og unnu góðan sigur. Grindvíkingar hófu leikinn frábærlega í Röstinni í kvöld og náðu snemma góðri forystu. Sóknarleikur KR-ingar var í molum framan af og áttu Grindvíkingar ekki i erfiðleikum með að verjast sóknum þeirra. KR-ingar voru jafnframt að klúðra auðveldum skotum meðan Grindvíkingar voru að hitta vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta, 24-9. Það stefndi allt í stórsigur ef marka mátti fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta. Grindvíkingar héldu áfram að bæta muninn sem mestur var kominn í 23 stig í stöðunni 41-18. KR-ingar tóku leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og það má segja að þeir hafi mætt til leiks í kjölfarið. KR-tók frábæra rispu undir lok annars leikhluta þar sem þeir minnkuðu muninn niður í níu stig. Darshawn McClellan skoraði frábæran þrist þegar leiktíminn var að renna út og kom KR-ingum fyrir alvöru inn í leikinn. Kristófer Acox átti mjög góða innkomu inn í lið KR í þriðja leikhluta. Hann skoraði nokkrar góðar körfur og tróð einnig frábærlega sem kveikti í KR-liðinu. KR náði að saxa vel á forystu Grindavíkur og lék Marteinn Hermannsson vel hjá KR og setti niður góða þrista. Staðan eftir þriðja leikhluta, 70-66 fyrir heimamenn. KR-ingar hófu fjórða leikhluta frábærlega og komust yfir í stöðunni 71-72. Grindvíkingar svöruðu hins vegar strax fyrir sig með tveimur þristum og náðu aftur yfirhöndinni. Þegar leið á seinni hlutann í fjórða leikhluta virtust Grindvíkingar alltaf vera sterkari aðilinn og kannski hafði breiddin þar mest að segja. Lokatölur kvöldsins, 100-87.Kristófer: Verðum að stíga upp „Við náðum að komast aftur inn í leikinn og það hlýtur að þýða eitthvað. Við vorum undir með yfir 20 stigum í öðrum leikhluta en náðum að komast yfir í fjórða leikhluta. Ég veit ekki hvað gerist á lokamínútunum, það er eins og að við hefðum gefist upp," sagði Kristófer Acox, leikmaður KR eftir tap liðsins gegn KR. Hann átti ágætan leik og skoraði 17 stig í kvöld. „Við getum unnið öll lið í þessari deild. Ef við spilum líkt og við gerðum í öðrum og þriðja leikhluta þá er mjög erfitt að vinna okkur. Við eigum slæma kafla inn á milli og líklega er það hugarfarinu að kenna. Við verðum að stíga upp á svona augnablikum og klára leikina eins og menn." „Það er mjög jákvætt að við höfum verið ennþá inni í þessum leik eftir að hafa lent 20 stigum undir. Við vorum staðráðnir í að gefast ekki upp en við náðum ekki að halda út. Við verðum að gera betur."Ólafur Ólafs: Alltaf ánægður með sigur gegn KR „Ég er mjög sáttur með sigurinn. Við slökuðum óþarflega mikið á eftir að hafa verið 20 stigum yfir á tímabili. Við ákváðum að girða okkur í brók eftir að við misstum þessa forystu niður og klára leikinn með sigri,“ sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur eftir sigur liðsins gegn KR í kvöld. „Það gerist stundum hjá okkur að við komust vel yfir í leikjum en missum þetta í spennuleiki. Við höfum samt verið að vinna þá leiki. Ég er alltaf ánægður með sigur á móti KR, alveg sama hvernig leikurinn vannst.“ Ólafur skoraði sex stig í kvöld og lék einnig fína vörn. Hann er að komast í sitt besta form á ný eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum í úrslitakeppninni á síðasta ári. „Ég var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn eftir meiðslin gegn Skallagrím í síðustu viku og nú aftur í kvöld. Jóhann Árni (Ólafsson) var í banni þannig að ég fékk mikið að spila í kvöld. Ég er að nálgast mitt besta form,“ segir Ólafur. „Það er skýr krafa á að vinna deildina. Við þurfum sem betur fer ekki að treysta á neinn nema okkur sjálfa. Ef við vinnum síðustu þrjá leikina þá erum við deildarmeistarar og það ætlum við að gera.“ Grindavík-KR 100-87 (24-9, 24-30, 22-27, 30-21)Grindavík: Samuel Zeglinski 30/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Þorleifur Ólafsson 9/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Ómar Örn Sævarsson 7/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6, Ryan Pettinella 4.KR: Martin Hermannsson 22, Kristófer Acox 17/6 fráköst, Darshawn McClellan 14/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12/7 fráköst, Brandon Richardson 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 5/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 5.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Bein textalýsing: 40. min: Leiknum lokið með 100-87 sigri Grindavíkur. 39. min: Grindvíkingar eru að sigla sigrinum í hús. Eru betri á þessum síðustu mínútum leiksins. 95-81 þegar 01:20 er eftir. 39. min: Zeglinski með enn einn þristinn. Staðan 93-81. Hefur skorað 27 stig í kvöld. 37. min: Björn Steinar Brynjólfsson, Grindavík, með mjög mikilvægan þrist þegar sókn Grindvíkingar virtist vera að renna út í sandinn. Staðan, 88-81. 36. min: KR-tekur leikhlé þegar það eru fjórar mínútur eftir af leiknum. Staðan er 84-78.36. min: Samuel Zeglinski skorar enn einn þristinn. Staðan 84-78.35. min: Það er talsverð spenna í leiknum. Staðan er 79-78 þegar 05:40 eru eftir.33. min: Grindvíkingar svarar með tveimur þristum í röð. 77-72.32. min: KR komið yfir eftir tvo þrista í röð. Staðan er 71-72.30. min: Leikhlutanum lokið. Staðan er 70-66 fyrir Grindavík og spennandi lokaleikhluti framundan.30. min: Grindvískir áhorfendur eru verulega ósáttir með dómgæsluna og láta vel í sér heyra. Staðan er 67-66.29. min: Ásetningur dæmdur á bekkinn hjá Grindavík eftir að liðið tapaði boltanum. Grindvíkingar þurfa að hemja skap sitt. Staðan er 67-61.28 min: Marteinn Hermannsson skorar góðan þrist fyrir KR. Kominn með 11 stig í kvöld. Staðan 67-59.27. min: Kristófer Acox með frábæra troðslu fyrir KR eftir stoðsendingu frá Brynjari Þór Björnssyni. Staðan 62-54.26. min: KR er að hitta miklu betur en þeir gerðu framan af í fyrri hálfleik. Samuel Zeglinski, Grindavík, er líka ágætur fyrir utan og setur þrist. Staðan 62-52.24. min: Ólafur Ólafsson, Grindavík, meiðist eftir samstuð og verður að fara af velli. Grindvíkingar vilja ásetning en fá ekki.23. min: Þorleifur Ólafsson, Grindavík, skorar mikilvægan þrist fyrir Grindavík sem kemur þeim aftur á bragðið. Staðan 53-45.22. min: KR byrja þriðja leikhluta frábærlega. Kristófer Acox með fjögur stig í röð. Staðan er 48-45.20. min: Aaron Broussard hefur skorað 13 stig fyrir Grindavík og Samuel Zeglinski er með 12 stig. Darshawn McClellan er með 9 stig fyrir KR.20. min: KR tók frábæran leikkafla undir lok annars leikhluta. Dæmdur var ásetningur á Samuel Zeglinski, Grindavík, þegar 20 sekúndur. KR-ingar nýttu annað vítaskotið og þegar leiktíminn var að renna út skoraði Darshawn McClellan frábæran þrist. Slæmt fyrir Grindvíkinga en gott fyrir leikinn.20. min: Öðrum leikhluta lokið. Staðan 48-39.18. min: KR-ingar eru aðeins að taka við sér. Kristófer Acox treður fyrir KR. Staðan 46-32 fyrir heimamenn. Grindvíkingar taka leikhlé.17. min: Helgi Magnússon skorar góðan þrist fyrir KR. Zeglinski, Grindavík, svarar í næstu sókn. 46-26.17. min: Ryan Pettinella, Grindavík, er ennþá með skemmtilegan skotstíl í vítaskotum sínum. Hann setur annað niður af tveimur. Staðan er 43-23.15. min: Aaroun Broussard er heitur í kvöld. Hann er kominn með 13 stig í kvöld. Staðan er 41-18.14. min: Þrátt fyrir að vera 20 stigum yfir þá er Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur ekki alveg sáttur með sína menn og tekur leikhlé. Skerpir á leikaðferðinni.13. min. Grindvíkingar leika á alls oddi. Þorleifur Ólafsson skorar þrist. Marteinn Hermannsson skorar tvo stig hinum megin og fær villu að auki. Staðan 38-18.12. min: Leikurinn er algjör einstefna. KR taka leikhlé enda 20 stigum undir. Staðan er 33-13. Sóknarleikurinn hjá KR er vægast sagt slakur. Grindvíkingar hins vegar að leika frábærlega í vörn og sókn.11. min: Ásetningur dæmdur á Helga Magnússon hjá KR er Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík, skorar góða körfu. Hann setti niður vítaskotið og Grindavík fékk boltann á ný og skoraði. Staðan er 29-11.10. min: Samuel Zeglinski er stigahæstur í leiknum með 7 stig.10. min: Fyrsta leikhluta lokið. Samuel Zeglinski skoraði góða tveggja stiga körfu í þann mund er leiktíminn rann út. Grindvíkingar að leika mjög vel meðan KR-ingar eru talsvert frá sínu besta. Staðan 24-9.9. min: Staðan er 20-8 þegar skammt er eftir af fyrsta leikhluta. KR þarf að bæta skotin. Marteinn Hermannsson hefur þó átt góða innkomu í leik KR.6. min: Grindvíkingar eru komnir með góð tök á leiknum. Leiða 13-5. KR tekur leikhlé. Sóknarleikur liðsins hefur ekki verið góður til þessa og mörg auðveld skot ekki ratað niður.5. min: Grindavík eru komnir sex stigum yfir. Þorleifur Ólafsson setti niður góðan þrist fyrir heimamenn. 11-5.3. min: Staðan er 6-5 þegar þrjár mínútur eru liðnar. Leikurinn fer ágætlega af stað.2. min: Dómarar leiksins kvarta yfir lýsingunni í húsinu. Húsráðandi hér í Röstinni í Grindavík segir að það séu ekki til fleiri perur.1. min: Aaroon Broussard skorar fyrstu stig leiksins fyrir Grindavík. Brynjar Þór Björnsson jafnar leikinn fyrir KR í næstu sókn. 2-2.0. min: KR vann góðan heimasigur gegn ÍR í síðustu umferð. Grindvíkingar töpuðu hins vegar illa fyrir Stjörnunni á sama tíma í Garðabæ.0. min: Velkomin til leiks hér í Grindavík. Stutt er í að leikurinn hefjist. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira
Grindvíkingar unnu mikilvægan sigur gegn KR í Dominos-deild karla í kvöld, 100-87. Grindvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust mest í 21 stigs forystu en KR-ingar bitu frá sér og náðu komast yfir í byrjun fjórða leikhluta. Það var þó ekki nóg því Grindvíkingar voru sterkari á lokametrunum og unnu góðan sigur. Grindvíkingar hófu leikinn frábærlega í Röstinni í kvöld og náðu snemma góðri forystu. Sóknarleikur KR-ingar var í molum framan af og áttu Grindvíkingar ekki i erfiðleikum með að verjast sóknum þeirra. KR-ingar voru jafnframt að klúðra auðveldum skotum meðan Grindvíkingar voru að hitta vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta, 24-9. Það stefndi allt í stórsigur ef marka mátti fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta. Grindvíkingar héldu áfram að bæta muninn sem mestur var kominn í 23 stig í stöðunni 41-18. KR-ingar tóku leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og það má segja að þeir hafi mætt til leiks í kjölfarið. KR-tók frábæra rispu undir lok annars leikhluta þar sem þeir minnkuðu muninn niður í níu stig. Darshawn McClellan skoraði frábæran þrist þegar leiktíminn var að renna út og kom KR-ingum fyrir alvöru inn í leikinn. Kristófer Acox átti mjög góða innkomu inn í lið KR í þriðja leikhluta. Hann skoraði nokkrar góðar körfur og tróð einnig frábærlega sem kveikti í KR-liðinu. KR náði að saxa vel á forystu Grindavíkur og lék Marteinn Hermannsson vel hjá KR og setti niður góða þrista. Staðan eftir þriðja leikhluta, 70-66 fyrir heimamenn. KR-ingar hófu fjórða leikhluta frábærlega og komust yfir í stöðunni 71-72. Grindvíkingar svöruðu hins vegar strax fyrir sig með tveimur þristum og náðu aftur yfirhöndinni. Þegar leið á seinni hlutann í fjórða leikhluta virtust Grindvíkingar alltaf vera sterkari aðilinn og kannski hafði breiddin þar mest að segja. Lokatölur kvöldsins, 100-87.Kristófer: Verðum að stíga upp „Við náðum að komast aftur inn í leikinn og það hlýtur að þýða eitthvað. Við vorum undir með yfir 20 stigum í öðrum leikhluta en náðum að komast yfir í fjórða leikhluta. Ég veit ekki hvað gerist á lokamínútunum, það er eins og að við hefðum gefist upp," sagði Kristófer Acox, leikmaður KR eftir tap liðsins gegn KR. Hann átti ágætan leik og skoraði 17 stig í kvöld. „Við getum unnið öll lið í þessari deild. Ef við spilum líkt og við gerðum í öðrum og þriðja leikhluta þá er mjög erfitt að vinna okkur. Við eigum slæma kafla inn á milli og líklega er það hugarfarinu að kenna. Við verðum að stíga upp á svona augnablikum og klára leikina eins og menn." „Það er mjög jákvætt að við höfum verið ennþá inni í þessum leik eftir að hafa lent 20 stigum undir. Við vorum staðráðnir í að gefast ekki upp en við náðum ekki að halda út. Við verðum að gera betur."Ólafur Ólafs: Alltaf ánægður með sigur gegn KR „Ég er mjög sáttur með sigurinn. Við slökuðum óþarflega mikið á eftir að hafa verið 20 stigum yfir á tímabili. Við ákváðum að girða okkur í brók eftir að við misstum þessa forystu niður og klára leikinn með sigri,“ sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur eftir sigur liðsins gegn KR í kvöld. „Það gerist stundum hjá okkur að við komust vel yfir í leikjum en missum þetta í spennuleiki. Við höfum samt verið að vinna þá leiki. Ég er alltaf ánægður með sigur á móti KR, alveg sama hvernig leikurinn vannst.“ Ólafur skoraði sex stig í kvöld og lék einnig fína vörn. Hann er að komast í sitt besta form á ný eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum í úrslitakeppninni á síðasta ári. „Ég var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn eftir meiðslin gegn Skallagrím í síðustu viku og nú aftur í kvöld. Jóhann Árni (Ólafsson) var í banni þannig að ég fékk mikið að spila í kvöld. Ég er að nálgast mitt besta form,“ segir Ólafur. „Það er skýr krafa á að vinna deildina. Við þurfum sem betur fer ekki að treysta á neinn nema okkur sjálfa. Ef við vinnum síðustu þrjá leikina þá erum við deildarmeistarar og það ætlum við að gera.“ Grindavík-KR 100-87 (24-9, 24-30, 22-27, 30-21)Grindavík: Samuel Zeglinski 30/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Þorleifur Ólafsson 9/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Ómar Örn Sævarsson 7/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6, Ryan Pettinella 4.KR: Martin Hermannsson 22, Kristófer Acox 17/6 fráköst, Darshawn McClellan 14/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12/7 fráköst, Brandon Richardson 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 5/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 5.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Bein textalýsing: 40. min: Leiknum lokið með 100-87 sigri Grindavíkur. 39. min: Grindvíkingar eru að sigla sigrinum í hús. Eru betri á þessum síðustu mínútum leiksins. 95-81 þegar 01:20 er eftir. 39. min: Zeglinski með enn einn þristinn. Staðan 93-81. Hefur skorað 27 stig í kvöld. 37. min: Björn Steinar Brynjólfsson, Grindavík, með mjög mikilvægan þrist þegar sókn Grindvíkingar virtist vera að renna út í sandinn. Staðan, 88-81. 36. min: KR-tekur leikhlé þegar það eru fjórar mínútur eftir af leiknum. Staðan er 84-78.36. min: Samuel Zeglinski skorar enn einn þristinn. Staðan 84-78.35. min: Það er talsverð spenna í leiknum. Staðan er 79-78 þegar 05:40 eru eftir.33. min: Grindvíkingar svarar með tveimur þristum í röð. 77-72.32. min: KR komið yfir eftir tvo þrista í röð. Staðan er 71-72.30. min: Leikhlutanum lokið. Staðan er 70-66 fyrir Grindavík og spennandi lokaleikhluti framundan.30. min: Grindvískir áhorfendur eru verulega ósáttir með dómgæsluna og láta vel í sér heyra. Staðan er 67-66.29. min: Ásetningur dæmdur á bekkinn hjá Grindavík eftir að liðið tapaði boltanum. Grindvíkingar þurfa að hemja skap sitt. Staðan er 67-61.28 min: Marteinn Hermannsson skorar góðan þrist fyrir KR. Kominn með 11 stig í kvöld. Staðan 67-59.27. min: Kristófer Acox með frábæra troðslu fyrir KR eftir stoðsendingu frá Brynjari Þór Björnssyni. Staðan 62-54.26. min: KR er að hitta miklu betur en þeir gerðu framan af í fyrri hálfleik. Samuel Zeglinski, Grindavík, er líka ágætur fyrir utan og setur þrist. Staðan 62-52.24. min: Ólafur Ólafsson, Grindavík, meiðist eftir samstuð og verður að fara af velli. Grindvíkingar vilja ásetning en fá ekki.23. min: Þorleifur Ólafsson, Grindavík, skorar mikilvægan þrist fyrir Grindavík sem kemur þeim aftur á bragðið. Staðan 53-45.22. min: KR byrja þriðja leikhluta frábærlega. Kristófer Acox með fjögur stig í röð. Staðan er 48-45.20. min: Aaron Broussard hefur skorað 13 stig fyrir Grindavík og Samuel Zeglinski er með 12 stig. Darshawn McClellan er með 9 stig fyrir KR.20. min: KR tók frábæran leikkafla undir lok annars leikhluta. Dæmdur var ásetningur á Samuel Zeglinski, Grindavík, þegar 20 sekúndur. KR-ingar nýttu annað vítaskotið og þegar leiktíminn var að renna út skoraði Darshawn McClellan frábæran þrist. Slæmt fyrir Grindvíkinga en gott fyrir leikinn.20. min: Öðrum leikhluta lokið. Staðan 48-39.18. min: KR-ingar eru aðeins að taka við sér. Kristófer Acox treður fyrir KR. Staðan 46-32 fyrir heimamenn. Grindvíkingar taka leikhlé.17. min: Helgi Magnússon skorar góðan þrist fyrir KR. Zeglinski, Grindavík, svarar í næstu sókn. 46-26.17. min: Ryan Pettinella, Grindavík, er ennþá með skemmtilegan skotstíl í vítaskotum sínum. Hann setur annað niður af tveimur. Staðan er 43-23.15. min: Aaroun Broussard er heitur í kvöld. Hann er kominn með 13 stig í kvöld. Staðan er 41-18.14. min: Þrátt fyrir að vera 20 stigum yfir þá er Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur ekki alveg sáttur með sína menn og tekur leikhlé. Skerpir á leikaðferðinni.13. min. Grindvíkingar leika á alls oddi. Þorleifur Ólafsson skorar þrist. Marteinn Hermannsson skorar tvo stig hinum megin og fær villu að auki. Staðan 38-18.12. min: Leikurinn er algjör einstefna. KR taka leikhlé enda 20 stigum undir. Staðan er 33-13. Sóknarleikurinn hjá KR er vægast sagt slakur. Grindvíkingar hins vegar að leika frábærlega í vörn og sókn.11. min: Ásetningur dæmdur á Helga Magnússon hjá KR er Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík, skorar góða körfu. Hann setti niður vítaskotið og Grindavík fékk boltann á ný og skoraði. Staðan er 29-11.10. min: Samuel Zeglinski er stigahæstur í leiknum með 7 stig.10. min: Fyrsta leikhluta lokið. Samuel Zeglinski skoraði góða tveggja stiga körfu í þann mund er leiktíminn rann út. Grindvíkingar að leika mjög vel meðan KR-ingar eru talsvert frá sínu besta. Staðan 24-9.9. min: Staðan er 20-8 þegar skammt er eftir af fyrsta leikhluta. KR þarf að bæta skotin. Marteinn Hermannsson hefur þó átt góða innkomu í leik KR.6. min: Grindvíkingar eru komnir með góð tök á leiknum. Leiða 13-5. KR tekur leikhlé. Sóknarleikur liðsins hefur ekki verið góður til þessa og mörg auðveld skot ekki ratað niður.5. min: Grindavík eru komnir sex stigum yfir. Þorleifur Ólafsson setti niður góðan þrist fyrir heimamenn. 11-5.3. min: Staðan er 6-5 þegar þrjár mínútur eru liðnar. Leikurinn fer ágætlega af stað.2. min: Dómarar leiksins kvarta yfir lýsingunni í húsinu. Húsráðandi hér í Röstinni í Grindavík segir að það séu ekki til fleiri perur.1. min: Aaroon Broussard skorar fyrstu stig leiksins fyrir Grindavík. Brynjar Þór Björnsson jafnar leikinn fyrir KR í næstu sókn. 2-2.0. min: KR vann góðan heimasigur gegn ÍR í síðustu umferð. Grindvíkingar töpuðu hins vegar illa fyrir Stjörnunni á sama tíma í Garðabæ.0. min: Velkomin til leiks hér í Grindavík. Stutt er í að leikurinn hefjist. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið.
Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira