Darri upp á spítala en Þórsarar unnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2013 21:09 Darri Hilmarsson. Mynd/Vilhelm Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira