Körfubolti

Bárður: Hentum þessu frá okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Anton
Það rauk úr Bárði Eyþórssyni, þjálfara Tindastóls, eftir leik í kvöld eftir að hann og hans menn töpuðu mikilvægum leik fyrir ÍR 80-72.

ÍR komst uppfyrir Stólana með þessum sigri, liðin eru jöfn að stigum en Sauðkrækingar unnu sex stiga sigur í fyrri leiknum. Tindastóll getur enn fallið eftir þessi úrslit en nú eru ÍR, Tindastóll og Skallagrímur í baráttu um áttunda sætið í úrslitakeppninni.

"Ég er mjög pirraður. Mér fannst við henda þessum leik frá okkur. Við unnum fyrri leikinn með sex og þrátt fyrir að menn hafi fengið skilaboð inn á völlinn um að vera passífir þá fóru menn að skjóta þristum langt utan að velli alveg eins og ég veit ekki hvað," sagði Bárður.

"Mínir menn voru mjög óskynsamir í þessum leik en það er svosem ekkert nýtt í vetur."

"Það vissu allir að þetta yrði baráttuleikur. Mér fannst við hafa fín tök á þessu þar til í restina þá hætti boltinn að ganga og menn voru of passífir sóknarlega. Mér fannst við bara henda þessu frá okkur."

Með því að smella hér geturðu lesið nánar um leikinn og viðtal við Herbert Arnarson, þjálfara ÍR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×