Fótbolti

Þessi lið komust áfram í Evrópudeildinni | Úrslit kvöldsins

Cisse fagnar markinu mikilvæga í kvöld.
Cisse fagnar markinu mikilvæga í kvöld.
Öll ensku liðin þrjú sem eru eftir í Evrópudeild UEFA eru búin að tryggja sér farseðilinn í átta liða úrslit keppninnar. Papiss Demba Cisse tryggði Newcastle dramatískan sigur á Anzhi.

Hann skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum.

Chelsea vann upp 1-0 forskot Steaua Búkarest á heimavelli. Fernando Torres skoraði aldrei þessu vant og hann klúðraði einnig vítaspyrnu. Skot hans fór í slána.

Úrslit:

Bordeaux-Benfica 2-3

0-1 Jardel (30.), 1-1 Cheick Diabate (73.), 1-2 Oscar Cardozo (74.), 2-2 Jardel, sjm (90.+1), 2-3 Oscar Cardozo (90.+2)

Benfica vann, 2-4, samanlagt.

Chelsea-Steaua Búkarest 3-1

1-0 Juan Mata (33.), 1-1 Vlad Chiriches (45.), 2-1 John Terry (58.), 3-1 Fernando Torres (71.)

Chelsea komst áfram, 3-2, samanlagt.

Fenerbahce-Viktoria Plzen 1-1

1-0 Salih Ucan (44.), 1-1 Vladimir Darida (61.)

Fenerbahce komst áfram, 2-1, samanlagt.

Lazio-Stuttgart 3-1

1-0 Libor Kozák (6.), 2-0 Libor Kozák (8.), 2-1 Tamas Hajnal (62.), 3-1 libor Kozák (86.)

Lazio komst áfram, 5-1, samanlagt.

Newcastle-Anzhi 1-0

1-0 Papiss Demba Cisse (90.+3)

Newcastle komst áfram, 1-0, samanlagt.

Þessi lið eru komin í átta liða úrslit:

Rubin Kazan

Basel

Tottenham

Benfica

Chelsea

Fenerbahce

Lazio

Newcastle




Fleiri fréttir

Sjá meira


×