Alex Smith kominn til Kansas Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2013 12:15 Alex Smith með þjálfara 49ers, Jim Harbaugh. Nordic Photos / Getty Images Nýtt keppnistímabil í NFL-deildinni hófst formlega í gær en mikið er um félagaskipti leikmanna um þetta leyti. Alex Smith, leikstjórnandi San Francisco, var í gær skipt til Kansas City en Smith var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2005. Smith hefur verið aðalleikstjórnandi San Francisco en missti sæti sitt í byrjunarliðinu þegar hann fékk slæmt höfuðhögg um mitt síðasta tímabil. Í fjarveru hans tók Colin Kaepernick stöðu hans og sló í gegn. Þó svo að Smith hafi verið leikfær stuttu síðar hélt Kaepernick sæti sínu í byrjunarliðinu. Hann fór svo með San Fransico alla leið í Super Bowl þar sem liðið tapaði reyndar fyrir Baltimore, 34-31. Smith var hjá San Francisco í átta ár og stóð sig vel. Það hefur hins vegar legið í loftinu síðan að Caepernick ýtti honum úr liðinu að Smith væri á leiðinni annað. Í gær var einnig formlega tilkynnt að Anquan Boldin, útherjinn sterki hjá Baltimore, væri á leið til San Francisco. Hann og Smith eiga þó báðir eftir að standast læknisskoðun. Boldin var sérstaklega góður í úrslitakeppninni og skoraði til að mynda fyrsta snertimarkið í Super Bowl-leiknum gegn San Francisco. NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Nýtt keppnistímabil í NFL-deildinni hófst formlega í gær en mikið er um félagaskipti leikmanna um þetta leyti. Alex Smith, leikstjórnandi San Francisco, var í gær skipt til Kansas City en Smith var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2005. Smith hefur verið aðalleikstjórnandi San Francisco en missti sæti sitt í byrjunarliðinu þegar hann fékk slæmt höfuðhögg um mitt síðasta tímabil. Í fjarveru hans tók Colin Kaepernick stöðu hans og sló í gegn. Þó svo að Smith hafi verið leikfær stuttu síðar hélt Kaepernick sæti sínu í byrjunarliðinu. Hann fór svo með San Fransico alla leið í Super Bowl þar sem liðið tapaði reyndar fyrir Baltimore, 34-31. Smith var hjá San Francisco í átta ár og stóð sig vel. Það hefur hins vegar legið í loftinu síðan að Caepernick ýtti honum úr liðinu að Smith væri á leiðinni annað. Í gær var einnig formlega tilkynnt að Anquan Boldin, útherjinn sterki hjá Baltimore, væri á leið til San Francisco. Hann og Smith eiga þó báðir eftir að standast læknisskoðun. Boldin var sérstaklega góður í úrslitakeppninni og skoraði til að mynda fyrsta snertimarkið í Super Bowl-leiknum gegn San Francisco.
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira