Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði 25. mars 2013 15:30 Kjartan ætlar að kynna sig fyrir Sigurði á fimmtudag. Samsett mynd/Sylvía Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38