Körfubolti

Flake ekki með gott sigurhlutfall í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrell Flake í baráttunni við Helga Má Magnússon í leiknum í gær.
Darrell Flake í baráttunni við Helga Má Magnússon í leiknum í gær. Mynd/Stefán
Darrell Flake og félagar í Þór Þorlákshöfn eru komnir í sumarfrí eftir að KR-ingar sópuðu þeim út úr úrslitakeppni Dominos-deild karla í gær. Flake hefur spilað hér með hléum frá 2002 en hefur aldrei komist upp úr átta liða úrslitunum á Íslandi.

Þetta var fimmta úrslitakeppni Darrell Flake á Íslandi og hans lið hafa aðeins náð að vinna 2 af 12 leikjum sínum. Þetta var í þriðja sinn sem liði með Flake er sópað út úr átta liða úrslitum.

Darrell Flake lék einnig með Fjölni tímabilið 2004-05 en var þá látinn fara skömmu fyrir úrslitakeppni. Fjölnisliðið fór þá alla leið í undanúrslitin.

Það hefur ekki dugað liðum Flake að vera með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum því fjögur af þessum fimm liðum hans áttu fyrsta leik á heimavelli og allir töpuðust þeir.

Flake hefur reyndar unnið seríu í úrslitakeppni á Íslandi en þó ekki í úrvalsdeild. Hann hjálpaði Skallagrími að vinna úrslitakeppni 1. deildar karla í fyrra en með því tryggði Borgnesingar sér sæti í Domnios-deildinni.



Úrslitakeppnir Darrell Flake á Íslandi:

KR 2003

8 liða úrslit: KR 0-2 Njarðvík {87-90, 95-97}

Skallgrímur 2007

8 liða úrslit: Skallagrímur 1-2 Grindavík {105-112 (94-94), 87-80, 81-97}

Skallagrímur 2008

8 liða úrslit: Grindavík 2-1 Skallagrímur {106-95, 91-96, 93-78}

Grindavík 2010

8 liða úrslit: Grindavík 0-2 Snæfell {94-95, 93-110}

Þór Þorlákshöfn 2013

8 liða úrslit: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93,}

Samanlagt:

5 einvígi - 5 töpuð einvígi

12 leikir - 2 sigrar - 10 töp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×