Körfubolti

Eins og Ingi sé að kasta inn hvíta handklæðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton
"Annar leikhlutinn hjá okkur í dag var meiriháttar. Frábær boltahreyfing og liðsvinna. Þar náum við upp muninum og vinnum leikinn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur liðsins á Snæfelli í kvöld.

"Við bjuggumst við þeim mjög grimmum í upphafi en við svöruðum því. Svo fannst mér sjálfstraustið smám saman hrynja af þeim. Mér fannst við ekki nógu góðir í seinni hálfleik en við gerðum nóg til þess að vinna. Út á það gengur dæmið."

Stjarnan er nú búin að ná í útisigurinn sem vantaði og getur klárað dæmið fyrir framan sitt fólk á föstudag.

"Okkur hefur gengið mjög vel í Ásgarði og við höfum fengið frábæran stuðning þar. Ég vona að það verði engin breyting á því á föstudaginn," sagði Teitur en á Snæfell möguleika án Threatt?

"Já, já. Ef við gefum færi á okkur þá vinna þeir okkur. Við verðum því að hugsa um okkur."

Ingi Þór kallaði Stjörnuna dýrasta lið Íslandssögunnar eftir leikinn. Hvað fannst Teiti um þau ummæli?

"Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja um þetta. Mér finnst þetta næstum því vera eins og hann sé að kasta inn hvíta handklæðinu. Menn verða að halda reisn."


Tengdar fréttir

Stjarnan með dýrasta lið sögunnar

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var hundfúll eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í kvöld. Bæði með dómgæsluna og sína menn.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 79-93

Stjarnan er komin með 2-1 forskot í rimmunni gegn Snæfelli í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Stjörnumenn sóttu nauðsynlegan sigur í Fjárhúsið í kvöld og geta klárað rimmuna á heimavelli sínum á föstudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×