"Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín“ Ingimar Karl Helgason skrifar 8. apríl 2013 13:11 Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00 Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni?
Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun