Fótbolti

Gylfi skoraði en Bale borinn af velli

Scott Parker fagnar hér Gylfa eftir að hann skoraði.
Scott Parker fagnar hér Gylfa eftir að hann skoraði.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Spurs miklu sterkara liðið framan af leik en fékk svo á sig tvö mörk. Liðið gafst ekki upp og kom til baka. Mark Gylfa var glæsilegt. Hann fékk boltann út á kanti, lék í átt að teignum þar sem hann átti gott skot sem fór aðeins í varnarmann og þaðan í netið.

Engu að síður verk að vinna hjá Spurs í síðari leiknum. Liðið varð fyrir miklu áfalli undir lok leiksins er Gareth Bale var borinn af velli. Ökklameiðsli og þau litu ekki vel út.

Fernando Torres var mættur til leiks með andlitsgrímu og hún virkaði vel því hann skoraði tvö mörk í góðum sigri á Rubin Kazan.

Úrslit:

Benfica-Newcastle 3-1

0-1 Papiss Demba Cisse (12.), 1-1 Rodrigo (25.), 2-1 Lima (64.), 3-1 Oscar Cardozo, víti (70.)

Chelsea-Rubin Kazan 3-1

1-0 Fernando Torres (16.), 2-0 Victor Moses (32.), 2-1 Bebars Natcho, víti (41.), 3-1 Fernando Torres (69.)

Fenerbahce-Lazio 2-0

1-0 Pierre Webo, víti (79.), 2-0 Dirk Kuyt (90.+1)

Rautt spjald: Ogenyi Onazi, Lazio (48.)

Tottenham-Basel 2-2

0-1 Valentin Stocker (30.), 0-2 Fabian Frei (35.), 1-2 Emmanuel Adebayor (40.), 2-2 Gylfi Þór Sigurðsson (57.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×