Fótbolti

Tottenham tapaði í vítaspyrnukeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordicphotos/AFP
Gylfi Þór Sigurðsson var eini leikmaður Tottenham sem nýtti spyrnu sína þegar að liðið féll úr leik í Evrópudeild UEFA. Tottenham tapaði fyrir Basel í vítaspyrnukeppni, 4-1.

Basel komst tvívegis yfir í leiknum en Clint Dempsey náði að jafna metin í bæði skiptin fyrir Tottenham. Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, fékk svo rautt spjald undir lok venjulegst leiktíma.

Niðurstaðan að loknum venjulegum leiktíma var því 2-2, rétt eins og í fyrri leiknum. Því þurfti að framlengja leikinn.

Basel var mun sterkari aðilinn og Tottenham á löngum köflum í nauðvörn. En þeir ensku héldu út og tryggðu sér vítaspyrnukeppni.

Heimamenn þurftu bara fjórar spyrnur til að tryggja sér sigur þar sem Tottenham skoraði aðeins úr einu víti. Það gerði Gylfi Þór Sigurðsson, sem var í byrjunarliði Tottenham í kvöld.

Yann Sommer, markörður Basel, varði fyrst frá Tom Huddlestone og svo skaut Emmanuel Adebayor yfir.

Heimamenn fögnuðu vel og innilega í leikslok enda komnir í undanúrslit keppninnar ásamt Chelsea, Fenerbahce og Benfica. Dregið verður í undanúrslit á morgun.


Tengdar fréttir

Gengur Tottenham betur en KR?

Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×