Gleymdum ekki og gleymum ekki lífeyrisþegum Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:17 Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun