Rammi Reykjavíkur Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2013 11:04 Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar