Ingvar og Jónas hættir að dæma saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2013 13:53 Mynd/Óskar Andri Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00
Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30
Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25
Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29