Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 13:23 Vatnsendi. Myndin er úr safni. Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira