Reuters: Þýskaland hagnast vel á kreppunni í Evrópu 2. maí 2013 12:41 Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira