Fótbolti

Chelsea-menn fögnuðu vel sigrinum í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty

Chelsea varð í kvöld fyrsta enska liðið til að vinna Evrópudeildina síðan að keppnin var endurskírð 2009 og fyrsta enska liðið í tólf ár til að þess að vinna UEFA-bikarinn eða síðan að Liverpool vann gömlu Evrópukeppni félagsliða árið 2001.

Liverpool (1973, 1976, 2001), Tottenham (1972, 1984) og Ipswich Town (1981) voru einu ensku liðin sem hafa unnið UEFA-bikarinn en Chelsea bættist í hópinn í kvöld.

Leikmenn Chelsea fögnuðu titlinum vel í Amsterdam í kvöld og hér fyrir ofan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátunum. Liðið virkaði þreytulegt í leiknum en gerði nóg til þess að landa sigri í annarri Evrópukeppninni á innan við tólf mánuðum.

Branislav Ivanović og Fernando Torres skoruðu mörk Chelsea í kvöld en sigurmark Ivanović kom á þriðju mínútu í uppbótartíma.


Tengdar fréttir

Branislav Ivanovic skellti sér upp á markslána

Branislav Ivanovic var hetja Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Amsterdam í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið með stórglæsilegum skalla á þriðju mínútu í uppbótartíma. Chelsea er því Evrópumeistari annað árið í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra.

Lampard: Enginn á þetta meira skilið en Ivanovic

Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var kátur eftir 2-1 sigur á Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. Chelsea er þar með handhafi beggja Evróputitlanna í fótboltanum því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en seinna í þessum mánuði.

Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin

Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×