OECD: Bilið milli ríkra og fátækra einna minnst á Íslandi 15. maí 2013 08:09 Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. Fjallað er um þessa úttekt á Reuters. Þar kemur fram að samkvæmt henni hefur bilið á milli ríkra og fátækra almennt aukist á síðustu árum. Ástæðuna má að stórum hluta rekja til þess að í mörgum löndum hefur velferðarkerfið verið skorið niður vegna kreppunnar sem fylgdi í kjölfar hrunsins árið 2008 og atvinnuleysi hefur aukist. Fram kemur í úttektinni að á þremur árum fram til ársloka 2010 hafi bilið milli ríkra og fátækra aukist meira en á síðustu 12 árum þar á undan. Ríkustu 10% íbúana meðal 33 þjóða innan OECD voru að jafnaði með 9,5 falt meiri tekjur en 10% fátækustu íbúana árið 2010. Árið 2007 var þetta hlutfall minna eða 9 falt. OECD hvetur þjóðir sem glíma við efnahagsörðugleika að nota skattkerfi sín til þess að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli ríkra og fátækra. Í Financial Times er einnig fjallað um þessa úttekt og þar kemur fram að munurinn milli ríkra og fátækra hafi aukist mest meðal þeirra þjóða þar sem almenningur hefur orðið fyrir hvað mestri tekjuskerðingu að Íslandi undanskildu. Þannig stóðu tekjur hinna ríkustu á Spáni og Ítalíu í stað en minnkuðu um 14% hjá hinum fátæku á Spáni og um 6% á Ítalíu. Þessi þróun var öfugt hvað Ísland varðar en þar minnkuðu tekjur hinna ríkustu um 13% en hinna fátækustu um 8%. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. Fjallað er um þessa úttekt á Reuters. Þar kemur fram að samkvæmt henni hefur bilið á milli ríkra og fátækra almennt aukist á síðustu árum. Ástæðuna má að stórum hluta rekja til þess að í mörgum löndum hefur velferðarkerfið verið skorið niður vegna kreppunnar sem fylgdi í kjölfar hrunsins árið 2008 og atvinnuleysi hefur aukist. Fram kemur í úttektinni að á þremur árum fram til ársloka 2010 hafi bilið milli ríkra og fátækra aukist meira en á síðustu 12 árum þar á undan. Ríkustu 10% íbúana meðal 33 þjóða innan OECD voru að jafnaði með 9,5 falt meiri tekjur en 10% fátækustu íbúana árið 2010. Árið 2007 var þetta hlutfall minna eða 9 falt. OECD hvetur þjóðir sem glíma við efnahagsörðugleika að nota skattkerfi sín til þess að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli ríkra og fátækra. Í Financial Times er einnig fjallað um þessa úttekt og þar kemur fram að munurinn milli ríkra og fátækra hafi aukist mest meðal þeirra þjóða þar sem almenningur hefur orðið fyrir hvað mestri tekjuskerðingu að Íslandi undanskildu. Þannig stóðu tekjur hinna ríkustu á Spáni og Ítalíu í stað en minnkuðu um 14% hjá hinum fátæku á Spáni og um 6% á Ítalíu. Þessi þróun var öfugt hvað Ísland varðar en þar minnkuðu tekjur hinna ríkustu um 13% en hinna fátækustu um 8%.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira