Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2013 18:39 Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira