Félagarígurinn mun aukast með tilkomu KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2013 07:00 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Jón Þór Víglundsson, formaður handknattleiksdeildar KR. Fréttablaðið/Valli KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira
KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira