Eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag orðinn 87 ára gamall 28. maí 2013 07:23 Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira