Vinnur nær örugga sýklavörn úr skrápum hákarla 3. júní 2013 07:34 Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira