Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:23 Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Sjá meira
Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Sjá meira