Danski skatturinn krefur Novo Nordisk um 117 milljarða 10. júní 2013 07:43 Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Mál þetta er stærsta skattamál í sögu Danmerkur en fjallað var um það í heimildarþætti á DR1 um helgina. Forsaga málsins er sú að árið 2002 flutti Novo Nordisk dótturfélag sitt í skattaskjól í Sviss. Félag þetta heldur utan um einkaleyfi Novo Nordisk á þeim lyfjum sem Novo framleiðir. Ekkert ólöglegt var við þennan flutning á félaginu en skattayfirvöld telja að verðmæti þess hafi verið stórlega vanmetið af Novo Nordisk þegar það var flutt til Sviss. Skatturinn krefst því þess að Novo Nordisk borgi danska skatta af tekjum dótturfélagsins upp á 22 milljarða danskra kr. á árunum 2005 til 2009. Jesper Brandgaard fjármálastjóri Novo Nordisk segir í samtali við fréttastofu danska ríkisútvarpsins að fyrirtækið svíki ekki undan skatti. „Við borgum þá skatta sem okkur er ætlað að borga,“ segir Brandgaard. Hann bendir einnig á að fleiri mál séu í gangi milli Novo Nordisk og danskra skattyfirvalda og raunar í fleiri löndum. Það sé þó ekki þar með sagt að yfirtækið stundi skattsvik. Novo Nordisk er stærsta fyrirtækið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, miðað við markaðsverðmæti. Það hefur einkum hagnast á framleiðslu lyfja gegn sykursýki en það er leiðandi í heiminum á því sviði. Í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun féllu hlutir í Novo Nordisk um tæp 2% og töpuðu hluthafar þar með rúmlega 9 milljörðum danskra kr. á eign sinni í fyrirtækinu. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Mál þetta er stærsta skattamál í sögu Danmerkur en fjallað var um það í heimildarþætti á DR1 um helgina. Forsaga málsins er sú að árið 2002 flutti Novo Nordisk dótturfélag sitt í skattaskjól í Sviss. Félag þetta heldur utan um einkaleyfi Novo Nordisk á þeim lyfjum sem Novo framleiðir. Ekkert ólöglegt var við þennan flutning á félaginu en skattayfirvöld telja að verðmæti þess hafi verið stórlega vanmetið af Novo Nordisk þegar það var flutt til Sviss. Skatturinn krefst því þess að Novo Nordisk borgi danska skatta af tekjum dótturfélagsins upp á 22 milljarða danskra kr. á árunum 2005 til 2009. Jesper Brandgaard fjármálastjóri Novo Nordisk segir í samtali við fréttastofu danska ríkisútvarpsins að fyrirtækið svíki ekki undan skatti. „Við borgum þá skatta sem okkur er ætlað að borga,“ segir Brandgaard. Hann bendir einnig á að fleiri mál séu í gangi milli Novo Nordisk og danskra skattyfirvalda og raunar í fleiri löndum. Það sé þó ekki þar með sagt að yfirtækið stundi skattsvik. Novo Nordisk er stærsta fyrirtækið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, miðað við markaðsverðmæti. Það hefur einkum hagnast á framleiðslu lyfja gegn sykursýki en það er leiðandi í heiminum á því sviði. Í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í morgun féllu hlutir í Novo Nordisk um tæp 2% og töpuðu hluthafar þar með rúmlega 9 milljörðum danskra kr. á eign sinni í fyrirtækinu.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira