Fótbolti

Rauða Stjarnan og Standard Liege gætu komið til Íslands

KR spilaði gegn Glentoran árið 2010 og hafði betur. Baldur Sigurðsson sækir hér að marki Glentoran á sínum tíma.
KR spilaði gegn Glentoran árið 2010 og hafði betur. Baldur Sigurðsson sækir hér að marki Glentoran á sínum tíma.
Búið er að draga í aðra umferð í forkeppni Evrópudeildar UEFA og því ljóst hvaða liðum íslensku liðin mæta ef þau komast áfram í keppninni.

ÍBV mun mæta Rauðu Stjörnunni frá Serbíu ef liðinu tekst að slá HB frá Færeyjum úr keppni.

KR mætir Glentoran frá Norður-Írlandi í fyrstu umferð og fer til Belgíu og spilar við Standard Liege takist liðinu að vinna rimmuna gegn Glentoran.

Blika bíður ferðalag til Austurríkis ef liðið slær út Santa Coloma frá Andorra. Blikar drógust nefnilega gegn Sturm Graz.

Leikir annarrar umferðar fara fram um miðjan júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×