Ótrúlegur fjöldi NFL-leikmanna kemst í kast við lögin 5. júlí 2013 13:30 Aaron Hernandez er líklega á leiðinni í steininn og mun þurfa að dúsa þar lengi. vísir/getty Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum. NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum.
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira