Jón H. Hallgrímsson verður jarðsunginn í Grafarvogskirkju klukkan þrjú í dag.
Jón stóri eins og hann var oft kallaður var oft til umfjöllunar í fjölmiðlum, en hann játaði meðal annars í Íslandi í dag árið 2010 að hann hefði stundað handrukkarnir.
Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Helgi Jean Claessen skrifaði að auki bók um Jón árið 2010.
Jón var bráðkvaddur á heimili sínu 18. júní síðastliðinn. Hann var barnlaus en í sambúð með Ásdísi Lilju Jónsdóttur.
Í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í dag skrifaði aðstandandi Jóns:
„Dauðinn var Jóni Hilmari nálæg ógn síðustu árin og sagðist hann vita að hann dæi ungur. Hann var m.a. búinn að biðja um að lagið Söknuður yrði flutt við jarðarför sína. Hann sá sig í textanum.“
Hægt er að hlusta á lagið í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar hér fyrir ofan.