"Aníta er í skýjunum" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 14:10 Mynd/Samsett „Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn." Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
„Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti