Fótbolti

"KR breytti Evrópudraumnum í martröð"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gary Martin á ferðinni í fyrri leiknum gegn Glentoran.
Gary Martin á ferðinni í fyrri leiknum gegn Glentoran. Mynd/Daníel
Norður-Írski vefmiðillinn Belfast Telegraph hrósar karlaliði KR í hástert eftir 3-0 sigur liðsins á Glentoran í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöld.

„Frábærir KR-ingar bundu enda á Evrópudraum Glentoran," er fyrirsögn umfjöllunar miðilsins um leikinn. Þar segir enn fremur að Evrópudraumurnin hafi breyst í martröð.

Það vekur athygli þess sem skrifar greinina að Gary Martin, sem skoraði fyrsta mark KR-inga með snyrtilegum hætti, sé eini leikmaður KR sem sé í fullu starfi sem knattspyrnumaður.

„Kvöld sem bauð upp á mikla bjartsýni í anda sumarsins endaði á hrikalegan hátt þegar Evrópudraugurinn mætti aftur til að hrella Glentoran," er niðurlag greinarinnar sem má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×