Guðmundur átti besta afrek dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 09:18 Guðmundur Sverrisson kastar í gær. Mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira