Bæjarráð Kópavogs segir KSÍ refsa Blikum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 14:34 Hjálmar Hjálmarsson er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. Mynd/Samsett Mikið álag hefur verið á karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu sem mætir Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun verður leikurinn í kvöld sá tólfti á 38 dögum. Liðið hefur fengið þriggja daga hvíld fyrir Evrópuleiki sína sex og tveggja daga hvíld fyrir bikar og deildarleiki sem liðið hefur spilað á milli. Taka verður með í reikninginn flugferðir Blika utan og heim fyrir útileikina þrjá í Evrópukeppninni. Blikar reyndu að fá leik sínum gegn Fram í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu síðastliðinn sunnudag frestað. Blikar léku í Kasakstan á fimmtudaginn, flaug beint eftir leik til Frankfurt þar sem liðið varði föstudeginum. Leikmenn flugu svo til Íslands síðdegis á föstudeginum og voru komnir til landsins tæpum tveimur sólarhringum fyrir bikarleikinn gegn Fram. Óskuðu þeir fyrst eftir því að leikurinn færi fram á mánudag en síðar að leikið yrði klukkan 20 um kvöldið en ekki klukkan 16. Beiðni Blika var neitað en þeir töpuðu leiknum 2-1. Bæjarráð Kópavogs er greinilega ósátt því ráðið ályktaði um málið á fundi sínum í morgun að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra. „Bæjarráð Kópavogs fagnar árangri Breiðabliks í Evrópudeildinni í knattspyrnu en undrast að ekki hafi verið tekið tillit til óska Breiðabliks um breytt leikjafyrirkomulag. Með því má segja að liðinu hafi verið refsað fyrir góðan árangur." Meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er hinn gallharði Bliki Hjálmar Hjálmarsson auk Ómars Stefánssonar vallarvarðar á Kópavogsvelli. Þá gegnir Blikinn Páll Magnússon starfi bæjarritara.Fundargerðina má sjá hér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Mikið álag hefur verið á karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu sem mætir Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun verður leikurinn í kvöld sá tólfti á 38 dögum. Liðið hefur fengið þriggja daga hvíld fyrir Evrópuleiki sína sex og tveggja daga hvíld fyrir bikar og deildarleiki sem liðið hefur spilað á milli. Taka verður með í reikninginn flugferðir Blika utan og heim fyrir útileikina þrjá í Evrópukeppninni. Blikar reyndu að fá leik sínum gegn Fram í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu síðastliðinn sunnudag frestað. Blikar léku í Kasakstan á fimmtudaginn, flaug beint eftir leik til Frankfurt þar sem liðið varði föstudeginum. Leikmenn flugu svo til Íslands síðdegis á föstudeginum og voru komnir til landsins tæpum tveimur sólarhringum fyrir bikarleikinn gegn Fram. Óskuðu þeir fyrst eftir því að leikurinn færi fram á mánudag en síðar að leikið yrði klukkan 20 um kvöldið en ekki klukkan 16. Beiðni Blika var neitað en þeir töpuðu leiknum 2-1. Bæjarráð Kópavogs er greinilega ósátt því ráðið ályktaði um málið á fundi sínum í morgun að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra. „Bæjarráð Kópavogs fagnar árangri Breiðabliks í Evrópudeildinni í knattspyrnu en undrast að ekki hafi verið tekið tillit til óska Breiðabliks um breytt leikjafyrirkomulag. Með því má segja að liðinu hafi verið refsað fyrir góðan árangur." Meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er hinn gallharði Bliki Hjálmar Hjálmarsson auk Ómars Stefánssonar vallarvarðar á Kópavogsvelli. Þá gegnir Blikinn Páll Magnússon starfi bæjarritara.Fundargerðina má sjá hér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira