Njósnað um Blika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 16:45 Ólafur Kristjánsson. Mynd/Ernir „Maður er með sín prinsipp og stendur ekki í svona skítabusiness," segir Ólafur Kristjánsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Blikar taka á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld. Gestirnir æfa í kvöld á Laugardalsvelli og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort Ólafur ætlaði að senda njósnara á staðinn. Svarið var skýrt. „Nei, ég geri það ekki," sagði Ólafur. „Ef æfingar eiga að vera lokaðar þá virðir maður það." Blikar hafa spilað ytra í Andorra, Austurríki og Kasakstan í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. „Æfingar okkar í Sturm Graz og Aktobe áttu að vera lokaðar. Í Austurríki sátu þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn inni í VIP-herberginu, drukku kaffi og þóttust vera veitingastarfsmenn," segir Ólafur. Þjálfari Blika segir að aðstoðarmaður sinn, Úlfar Hinriksson, hafi farið upp í stúku á meðan á æfingu Blika stóð og litið inn í VIP-herbergið. Þar hafi fjórir veitingastarfsmenn tekið á móti honum. „Daginn eftir, rétt fyrir leik, segir hann við mig að einn veitingarstarfsmannanna sé á varamannbekk Austurríkismannanna," segir Ólafur sem spurði Úlfar hvern hann ætti við. Kom upp úr krafsinu að viðkomandi veitingastarfsmaður var aðstoðarþjálfari Sturm. „Hann er greinilega ekki í fullu starfi sem aðstoðarþjálfari því hann sagðist vera veitingastarfsmaður í gær," hefur Ólafur eftir Úlfari aðstoðarmanni sínum. Svipað hafi verið uppi á teningnum þegar Blikar mættu til Kasakstan. „Þá sátu tuttugu manns og horfðu á æfingu Blika og sögðust allir vera starfsmenn í öryggisgæslu," segir Ólafur. Leikur Blika og Aktobe hefst á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Maður er með sín prinsipp og stendur ekki í svona skítabusiness," segir Ólafur Kristjánsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Blikar taka á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld. Gestirnir æfa í kvöld á Laugardalsvelli og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort Ólafur ætlaði að senda njósnara á staðinn. Svarið var skýrt. „Nei, ég geri það ekki," sagði Ólafur. „Ef æfingar eiga að vera lokaðar þá virðir maður það." Blikar hafa spilað ytra í Andorra, Austurríki og Kasakstan í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. „Æfingar okkar í Sturm Graz og Aktobe áttu að vera lokaðar. Í Austurríki sátu þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn inni í VIP-herberginu, drukku kaffi og þóttust vera veitingastarfsmenn," segir Ólafur. Þjálfari Blika segir að aðstoðarmaður sinn, Úlfar Hinriksson, hafi farið upp í stúku á meðan á æfingu Blika stóð og litið inn í VIP-herbergið. Þar hafi fjórir veitingastarfsmenn tekið á móti honum. „Daginn eftir, rétt fyrir leik, segir hann við mig að einn veitingarstarfsmannanna sé á varamannbekk Austurríkismannanna," segir Ólafur sem spurði Úlfar hvern hann ætti við. Kom upp úr krafsinu að viðkomandi veitingastarfsmaður var aðstoðarþjálfari Sturm. „Hann er greinilega ekki í fullu starfi sem aðstoðarþjálfari því hann sagðist vera veitingastarfsmaður í gær," hefur Ólafur eftir Úlfari aðstoðarmanni sínum. Svipað hafi verið uppi á teningnum þegar Blikar mættu til Kasakstan. „Þá sátu tuttugu manns og horfðu á æfingu Blika og sögðust allir vera starfsmenn í öryggisgæslu," segir Ólafur. Leikur Blika og Aktobe hefst á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira