Telja Reykjavíkurborg hafa brotið lög Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 15:30 Fjáröflun Regnabogabarna á Hinsegin dögum stóð ekki undir kostnaði. samsett mynd „Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“ Hinsegin Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
„Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“
Hinsegin Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira