Forstjóri AOL rak undirmann sinn fyrir framan þúsund manns Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. ágúst 2013 13:35 Armstrong (t.v.) hafði ekki þolinmæði fyrir myndavél Lenz. samsett mynd Tim Armstrong, forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar AOL, brást hinn versti við á þúsund manna símafundi á föstudag þegar einn undirmanna hans tók upp myndavél. Hann rak hann á staðnum svo allir heyrðu. „Abel, leggðu myndavélina frá þér. Þú ert rekinn. Út með þig,“ sagði Armstrong við Abel Lenz, yfirmann þróunarmála hjá Patch, sem er fréttavefur í eigu AOL, en fundurinn var einmitt haldinn til að ræða framtíð Patch. Stutt þögn fylgdi í kjölfar þessarar óhefðbundnu uppsagnar en svo hélt Armstrong fundinum áfram. Einn fundarmanna segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða, en svo smám saman áttað sig á að Armstrong væri fúlasta alvara. „No comment,“ tísti Lenz af öldurhúsi skömmu eftir fundinn, þar sem hann var án efa að drekkja sorgum sínum, en hvorki hann né Armstrong hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hlusta má á umræddan hljóðbút af fundinum hér fyrir neðan. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tim Armstrong, forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar AOL, brást hinn versti við á þúsund manna símafundi á föstudag þegar einn undirmanna hans tók upp myndavél. Hann rak hann á staðnum svo allir heyrðu. „Abel, leggðu myndavélina frá þér. Þú ert rekinn. Út með þig,“ sagði Armstrong við Abel Lenz, yfirmann þróunarmála hjá Patch, sem er fréttavefur í eigu AOL, en fundurinn var einmitt haldinn til að ræða framtíð Patch. Stutt þögn fylgdi í kjölfar þessarar óhefðbundnu uppsagnar en svo hélt Armstrong fundinum áfram. Einn fundarmanna segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða, en svo smám saman áttað sig á að Armstrong væri fúlasta alvara. „No comment,“ tísti Lenz af öldurhúsi skömmu eftir fundinn, þar sem hann var án efa að drekkja sorgum sínum, en hvorki hann né Armstrong hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hlusta má á umræddan hljóðbút af fundinum hér fyrir neðan.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira