Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2013 18:30 Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor. Loftslagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor.
Loftslagsmál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira