Nýr iPhone kynntur 10. september? Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. september 2013 19:21 Nýr iPhone gæti litið dagsins ljós í næstu viku. Mynd/Getty Images Bandaríski tæknirisinn Apple hefur sent boð til helstu fjölmiðla heims á kynningarhóf sem mun fara fram þann 10. september næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Fastlega er búist við því að ný útgáfa af iPhone snjallsímanum verði kynnt. Samkvæmt Reuters þá mun ný útgáfa af iPhone vera fáanleg í 5-6 litum en hingað til hefur síminn aðeins verið fáanlegur í svartri og hvítri útgáfu. „Þetta ætti að lýsa upp daginn hjá öllum,“ segir í boðskortinu frá Apple. Búist er við því að Apple muni kynna tvær nýjar vörur í ár. Talið er að iPhone 5S verði kynntur í næstu viku. Sá sími mun skarta nýrri fingurtækni og verður einnig fáanlegur í ódýrari útgáfu úr plasti. Apple á í harðri baráttu við Samsung á snjallsímamarkaðnum og hefur síðarnefnda fyrirtækið náð ráðandi stöðu í Asíu. Með því að hanna útgáfu af iPhone 5S sem verður ódýrari og úr plasti telja stjórnendur Apple sig geta saxað á markaðsforskot Samsung. Gríðarlegur vöxtur er á snjallsímamarkaði í Asíu. Áætlað er að fjöldi snjallsíma í Kína fjölgi um 48% á þessu ári. Það er því eftir miklu að slægjast í baráttunni á snjallsímamarkaðnum. Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur sent boð til helstu fjölmiðla heims á kynningarhóf sem mun fara fram þann 10. september næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Fastlega er búist við því að ný útgáfa af iPhone snjallsímanum verði kynnt. Samkvæmt Reuters þá mun ný útgáfa af iPhone vera fáanleg í 5-6 litum en hingað til hefur síminn aðeins verið fáanlegur í svartri og hvítri útgáfu. „Þetta ætti að lýsa upp daginn hjá öllum,“ segir í boðskortinu frá Apple. Búist er við því að Apple muni kynna tvær nýjar vörur í ár. Talið er að iPhone 5S verði kynntur í næstu viku. Sá sími mun skarta nýrri fingurtækni og verður einnig fáanlegur í ódýrari útgáfu úr plasti. Apple á í harðri baráttu við Samsung á snjallsímamarkaðnum og hefur síðarnefnda fyrirtækið náð ráðandi stöðu í Asíu. Með því að hanna útgáfu af iPhone 5S sem verður ódýrari og úr plasti telja stjórnendur Apple sig geta saxað á markaðsforskot Samsung. Gríðarlegur vöxtur er á snjallsímamarkaði í Asíu. Áætlað er að fjöldi snjallsíma í Kína fjölgi um 48% á þessu ári. Það er því eftir miklu að slægjast í baráttunni á snjallsímamarkaðnum.
Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira