Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. september 2013 16:47 Ólína Þorvarðardóttir er ekki sátt með málsmeðferð háskólaráðs Háskólans á Akureyri. Mynd/Vísir Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri frestaði á fundi háskólaráðs í gær skipun nýs sviðsforseta þar sem ekki þóttu forsendur á fundinum til að taka ákvörðun um ráðninguna. Ólína segir að rektor þurfi að útskýra betur hvers vegna ekki var gengið frá ráðningunni á fundinum. „Ég undrandi á málsmeðferðinni. Undangengin er umsögn frá dómnefnd og sviðsfundur hefur kosið á milli umsækjenda þar sem ég var hlutskörpust og sviðsfundur hefur formlega mælt með minni ráðningu við rektor,“ sagði Ólína sem var í útlöndum þegar Vísir náði tali af henni. Hún segist ætla að reyna að afla sér frekari upplýsinga um málið áður en hún tjáir sig frekar. Rektor segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu á fundinum í gær þar sem ráðið taldi sig þurfa á frekari upplýsingum að halda. Rektor staðfesti við Vísi að ráðningastofa væri nú komin í ráðningaferlið sem muni meta umsækjendur enn frekar. „Háskólaráð vildi afla sér frekari upplýsinga og það var gert,“ segir Stefán sem segir ekkert óeðlilegt við það að fá ráðningastofu inn í ferlið á þessum tímapunkti. Hann vísar því á bug að öfl innan skólans séu að reyna að hafa áhrif á ráðningu sviðsforseta. „Við áttum hreinlega erfitt með að velja á milli umsækjenda. Það er auðveldara að ráða í starf þegar einn umsækjandi sker sig úr. Í þessu tilfelli vorum við með fjóra jafna umsækjendur. Þetta eru einfaldlega fagleg vinnubrögð og þau sömu sem höfð voru uppi þegar síðast ráðið í þessa sömu stöðu.“ Í kosningu á milli umsækjenda meðal starfsmanna hug- og félagsvísindasviðs voru Ólína og Rögnvaldur Ingþórsson jöfn með 16 atkvæði. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv, hlaut 13 atkvæði. Aftur var kosið á milli tveggja efstu þar sem Ólína hlaut 20 atkvæði og Rögnvaldur 19. Því var búist við að Ólína yrði ráðin í starf sviðsforseta á fundi háskólaráðs í gær. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri frestaði á fundi háskólaráðs í gær skipun nýs sviðsforseta þar sem ekki þóttu forsendur á fundinum til að taka ákvörðun um ráðninguna. Ólína segir að rektor þurfi að útskýra betur hvers vegna ekki var gengið frá ráðningunni á fundinum. „Ég undrandi á málsmeðferðinni. Undangengin er umsögn frá dómnefnd og sviðsfundur hefur kosið á milli umsækjenda þar sem ég var hlutskörpust og sviðsfundur hefur formlega mælt með minni ráðningu við rektor,“ sagði Ólína sem var í útlöndum þegar Vísir náði tali af henni. Hún segist ætla að reyna að afla sér frekari upplýsinga um málið áður en hún tjáir sig frekar. Rektor segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu á fundinum í gær þar sem ráðið taldi sig þurfa á frekari upplýsingum að halda. Rektor staðfesti við Vísi að ráðningastofa væri nú komin í ráðningaferlið sem muni meta umsækjendur enn frekar. „Háskólaráð vildi afla sér frekari upplýsinga og það var gert,“ segir Stefán sem segir ekkert óeðlilegt við það að fá ráðningastofu inn í ferlið á þessum tímapunkti. Hann vísar því á bug að öfl innan skólans séu að reyna að hafa áhrif á ráðningu sviðsforseta. „Við áttum hreinlega erfitt með að velja á milli umsækjenda. Það er auðveldara að ráða í starf þegar einn umsækjandi sker sig úr. Í þessu tilfelli vorum við með fjóra jafna umsækjendur. Þetta eru einfaldlega fagleg vinnubrögð og þau sömu sem höfð voru uppi þegar síðast ráðið í þessa sömu stöðu.“ Í kosningu á milli umsækjenda meðal starfsmanna hug- og félagsvísindasviðs voru Ólína og Rögnvaldur Ingþórsson jöfn með 16 atkvæði. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv, hlaut 13 atkvæði. Aftur var kosið á milli tveggja efstu þar sem Ólína hlaut 20 atkvæði og Rögnvaldur 19. Því var búist við að Ólína yrði ráðin í starf sviðsforseta á fundi háskólaráðs í gær.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira