Selma Dóra Evrópumeistari í áströlskum fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2013 17:00 Selma Dóra Ólafsdóttir . Mynd/Tómas G. Gíslason Íslenska landsliðið í andspyrnu tók nú um helgina þátt í Evrópubikarmótinu í áströlskum fótbolta sem fram fór í Bordeaux í Frakklandi og átti Ísland bæði fulltrúa í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki lék Ísland í riðli með Katalóníu og Englandi sem hefur verið eitt af betri landsliðum í Evrópu síðustu ár. Íslenska liðið vann stórsigur á Katalóníu 66-9, en tapaði illa fyrir Englandi 66-13, en England stóð síðan uppi sem sigurvegari á mótinu. Í leikjum um sæti tapaði liðið síðan fyrir Finnlandi og Spáni, og endaði í 8. sæti af 12, sem er besti árangur liðsins hingað til. Í ár átti Ísland líka í fyrsta skipti fulltrúa í kvennaliði á mótinu, en Siglfirðingurinn Selma Dóra Ólafsdóttir sem leikur með liði Akureyrar hér á landi spilaði með kvennaliði Crusaders sem samanstendur af leikmönnum frá ýmsum löndum. Aðeins voru tvö kvennalið á mótinu að þessu sinni, Frakkland og hið blandaða lið Crusaders og í úrslitaleiknum sigraði lið Crusaders franska liðið í æsispennandi úrslitaleik 45:26, og átti Selma góðan leik. Páll Tómas Finnsson, leikmaður íslenska karlaliðsins, var valinn í Evrópuúrvalið að móti loknu, en hann hefur verið einn besti leikmaðurinn í Evrópu undanfarin ár og er í dag einnig þjálfari danska liðsins í áströlskum fótbolta. Jón Einarsson, leikmaður íslenska liðsins, sigraði í Strongman aflraunakeppninni sem fram fór á mótinu og er því sterkasti leikmaðurinn í Evrópu. Þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í Evrópubikarmóti í áströlskum fótbolta, en á sínu fyrsta Evrópubikarmóti sem fram fór í Króatíu árið 2009 náði liðið 9. sæti. Ísland er sem stendur í 11. sæti Evrópulistans í áströlskum fótbolta, einu sæti á undan Finnum og einu sæti á eftir Frökkum sem lentu í öðru sæti á mótinu. Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í andspyrnu tók nú um helgina þátt í Evrópubikarmótinu í áströlskum fótbolta sem fram fór í Bordeaux í Frakklandi og átti Ísland bæði fulltrúa í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki lék Ísland í riðli með Katalóníu og Englandi sem hefur verið eitt af betri landsliðum í Evrópu síðustu ár. Íslenska liðið vann stórsigur á Katalóníu 66-9, en tapaði illa fyrir Englandi 66-13, en England stóð síðan uppi sem sigurvegari á mótinu. Í leikjum um sæti tapaði liðið síðan fyrir Finnlandi og Spáni, og endaði í 8. sæti af 12, sem er besti árangur liðsins hingað til. Í ár átti Ísland líka í fyrsta skipti fulltrúa í kvennaliði á mótinu, en Siglfirðingurinn Selma Dóra Ólafsdóttir sem leikur með liði Akureyrar hér á landi spilaði með kvennaliði Crusaders sem samanstendur af leikmönnum frá ýmsum löndum. Aðeins voru tvö kvennalið á mótinu að þessu sinni, Frakkland og hið blandaða lið Crusaders og í úrslitaleiknum sigraði lið Crusaders franska liðið í æsispennandi úrslitaleik 45:26, og átti Selma góðan leik. Páll Tómas Finnsson, leikmaður íslenska karlaliðsins, var valinn í Evrópuúrvalið að móti loknu, en hann hefur verið einn besti leikmaðurinn í Evrópu undanfarin ár og er í dag einnig þjálfari danska liðsins í áströlskum fótbolta. Jón Einarsson, leikmaður íslenska liðsins, sigraði í Strongman aflraunakeppninni sem fram fór á mótinu og er því sterkasti leikmaðurinn í Evrópu. Þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í Evrópubikarmóti í áströlskum fótbolta, en á sínu fyrsta Evrópubikarmóti sem fram fór í Króatíu árið 2009 náði liðið 9. sæti. Ísland er sem stendur í 11. sæti Evrópulistans í áströlskum fótbolta, einu sæti á undan Finnum og einu sæti á eftir Frökkum sem lentu í öðru sæti á mótinu.
Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira