Neyddar til að vinna sautján tíma á sólarhring Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2013 13:45 Nadesjda Tolokonnikova í réttarsal í sumar. Mynd/AP „Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.” Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
„Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.”
Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira