Yellen fulltrúi aukins eftirlits Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2013 12:36 Jón Daníelsson segir líklegt að ef ekki hefði komið til hrun væri annar kandídat en Janet Yellen efstur á blaði. Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefni í dag Janet Yellen sem næsta Seðlabankastjóra Bandaríkjanna, eitt valdamesta embætti í heimi. Ef öldungadeild Bandaríkjaþings fellst á skipunina mun Yellen taka við af Ben Bernanke sem gegnt hefur embættinu í átta ár. Yellen hefur verið aðstoðar-Seðlabankastjóri síðustu tvö árin og verði hún skipuð í embættið yrði hún fyrsta konan til að gegna því. Yellen hefur gegn mörgum áhrifastöðum í bandarísku viðskiptalífi auk þess sem hún hefur kennt við London School of Economics og Harvard háskóla. En, hver er Yellen? Jón Daníelsson er einmitt hagfræðingur við London School of Economics. „Janet Yellen er tiltölulega þekktur bandarískur hagfræðingur. Hún á að baki mjög góðan feril í háskólum í Bandaríkjunum. Hún hefur líka starfað í Seðlabankanum í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Hún var síðast útibússtjóri í San Francisco. (Seðlabankinn er með fjölda útibúa um öll Bandaríkin.) Yellen hefur tiltölulega ákveðnar skoðanir á fjármálamörkuðum og er hlynnt meira eftirliti með fjármálastofnunum þannig að hún er valin bæði af því að hún þykir góður akademískur hagfræðingur, hefur mikla þekkingu á Seðlabankanum og pólitískt séð er hún samhæfð Obama-stjórninni. Þannig að hún er talin hæfust þeirra kandídata sem eru í boði.“Hvers vegna er Yellen valin? Er það vegna ástandsins eftir hrun? „Ef kreppan í Bandaríkjunum hefði ekki orðið er mjög líklegt að öðru vísi kandídat hefði verið valinn. Hún er valin fyrst og fremst því henni er treyst til að fylgja eftir stefnu stjórnarinnar sem er það að auka regluverk og draga úr áhættu á fjármálamörkuðum. Hún er fulltrúi þeirra sjónarmiða í bandaríska stjórnkerfinu.“Eru einhverjar líkur á því að þetta verði til þess að breyta í einhverju samskiptum Íslands og Bandaríkjanna? „Það eru litlar líkur á því að það verði einhverjar grundvallabreytingar í því hvernig Seðlabankinn í Bandaríkjunum starfar. Þeir munu halda áfram að gera það sem þeir hafa gert. Ég held að fyrir Seðlabankann í Bandaríkjunum skipti Ísland engu máli, þannig að það verða engar breytingar hérna.“ Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefni í dag Janet Yellen sem næsta Seðlabankastjóra Bandaríkjanna, eitt valdamesta embætti í heimi. Ef öldungadeild Bandaríkjaþings fellst á skipunina mun Yellen taka við af Ben Bernanke sem gegnt hefur embættinu í átta ár. Yellen hefur verið aðstoðar-Seðlabankastjóri síðustu tvö árin og verði hún skipuð í embættið yrði hún fyrsta konan til að gegna því. Yellen hefur gegn mörgum áhrifastöðum í bandarísku viðskiptalífi auk þess sem hún hefur kennt við London School of Economics og Harvard háskóla. En, hver er Yellen? Jón Daníelsson er einmitt hagfræðingur við London School of Economics. „Janet Yellen er tiltölulega þekktur bandarískur hagfræðingur. Hún á að baki mjög góðan feril í háskólum í Bandaríkjunum. Hún hefur líka starfað í Seðlabankanum í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Hún var síðast útibússtjóri í San Francisco. (Seðlabankinn er með fjölda útibúa um öll Bandaríkin.) Yellen hefur tiltölulega ákveðnar skoðanir á fjármálamörkuðum og er hlynnt meira eftirliti með fjármálastofnunum þannig að hún er valin bæði af því að hún þykir góður akademískur hagfræðingur, hefur mikla þekkingu á Seðlabankanum og pólitískt séð er hún samhæfð Obama-stjórninni. Þannig að hún er talin hæfust þeirra kandídata sem eru í boði.“Hvers vegna er Yellen valin? Er það vegna ástandsins eftir hrun? „Ef kreppan í Bandaríkjunum hefði ekki orðið er mjög líklegt að öðru vísi kandídat hefði verið valinn. Hún er valin fyrst og fremst því henni er treyst til að fylgja eftir stefnu stjórnarinnar sem er það að auka regluverk og draga úr áhættu á fjármálamörkuðum. Hún er fulltrúi þeirra sjónarmiða í bandaríska stjórnkerfinu.“Eru einhverjar líkur á því að þetta verði til þess að breyta í einhverju samskiptum Íslands og Bandaríkjanna? „Það eru litlar líkur á því að það verði einhverjar grundvallabreytingar í því hvernig Seðlabankinn í Bandaríkjunum starfar. Þeir munu halda áfram að gera það sem þeir hafa gert. Ég held að fyrir Seðlabankann í Bandaríkjunum skipti Ísland engu máli, þannig að það verða engar breytingar hérna.“
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira