Fimleikakempan úr Gerplu er hætt keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2013 12:53 Íris Mist ásamt félögum sínum í Gerplu. Mynd/Anton Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands. Fimleikar Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira
Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira