Ölöglegur leikmaður í Hömrunum og þeim dæmdur ósigur | Munu áfrýja Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2013 11:15 KA-heimilið MYNd/samsett Nú á dögunum var Þrótturum dæmdur sigur gegn Hömrunum í 1. deild karla í handknattleik. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu þann 28. september og unnu heimamenn frá Akureyri leikinn 28-26. Mótanefnd HSÍ dæmdi Þrótturum 10-0 sigur en samkvæmt reglun HSÍ munu Akureyringar hafa mætt til leiks með ólöglegan leikmann. Umræddur leikmaður hafði skrifað undir leikmannasamning við Hamranna sem og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en að sögn talsmanns Hamranna gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Leikmaðurinn kom aldrei við sögu í umræddum leik og sat allan tímann á varamannabekknum. En handknattleiksdeild Hamranna hefur ákveðið að áfrýja dómnum til dómsstóla HSÍ.Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Hömrunum vegna þess að liðinu var dæmt tap í leik gegn Þrótti þann 28. september s.l.. Hamrarnir unnu þó leikinn, 28-26.Mótanefnd HSÍ dæmdi í gær úrslit úr leik Hamranna og Þróttar, sem fram fór á Akureyri fyrir framan ríflega 300 áhorfendur á laugardaginn var, ógild. Hamrarnir unnu leikinn 28-26 en er í stað þess dæmt 0-10 tap. Ástæða þess er að Hamrarnir voru með ólöglegan leikmann á leikskýrslu í leiknum.Hamrarnir viðurkenndu brot sitt strax en um mannleg mistök var að ræða. Umræddur leikmaður var búinn að skrifa undir leikmannasamning við Hamranna og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en vegna gríðarlegrar pressu sem sett var á stjórn Hamranna, daginn fyrir leik, gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Umræddur leikmaður lék þó ekki eina mínútu í umræddum leik, heldur sat allan tímann á varamannabekknum, og hafði því ekki bein áhrif á leikinnÁðurnefnd pressa var sett á stjórn Hamranna af HSÍ vegna alvarlegs misskilnings. Þann 30. ágúst síðastliðinn flaug formaður Hamranna til Reykjavíkur til þess að funda með HSÍ um væntanlega þátttöku Hamranna í 1. deild karla í handbolta. Eins og hefur komið fram áður í fjölmiðlum þá var Hkd. Hamranna stofnuð í fullkomnu samráði við Akureyri Handboltafélag, meðal annars til þess að styrkja handboltann á Akureyri og gefa ungum leikmönnum tækifæri á því að öðlast dýrmæta reynslu áður en haldið er í Olís-deildina.Á þessum fundi var rætt hvernig leikmenn 2. flokks Akureyrar gætu spilað með Hömrunum. Þar var formanni Hamranna tilkynnt að best væri að sameina Hamrana og 2. flokk Akureyrar. Í framhaldinu funduðu forráðamenn Akureyri-Handboltafélags með forráðamönnum HSÍ sem óskuðu eftir óformlegri og stuttri tilkynningu þess efnis. Hún var samþykkt af HSÍ fyrir undirritun og af forráðamönnum Akureyrar og Hamranna. Hamrarnir og Akureyri ræddu um málið sín á milli og voru sammála um efni hans, og töldu sig með réttu geta notað leikmenn bæði með Hömrunum og 2. flokki Akureyrar, þá leikmenn sem hafa aldur til.Því töldu forráðamenn Akureyrar og Hamranna að leikmenn þyrftu ekki að hafa félagaskipti til Hamranna, þar sem liðin væru sameinuð, né leikmannasamning þar sem leikmenn eru með samning við Akureyri sem heldur utan um 2. flokkinn. Töldu forráðamenn félaganna á Akureyri því ekki þörf á því að leikmenn voru með tvöfaldan leikmannasamning, þar sem liðin væru sameinuð, „á pappírunum“ eins og það var kallað. Enginn leikmaður Hamranna mun spila með 2. flokki Akureyrar og samkomulagið því aðeins gert til að leyfa ungum strákum að öðlast reynslu með Hömrunum.Hamrarnir héldu síðan áfram sínum undirbúningi, skrifuðu undir samning við aðra leikmenn og voru klárir í slaginn í fyrsta leik. Fimmtudagskvöldið fyrir fyrsta leik í deildinni fékk formaður Hamranna símatal frá mótastjóra HSÍ þar sem hann segir að leikmenn 2. flokks Akureyrar séu ekki með leikheimild með Hömrunum. Þetta er 17 klukkustundum áður en skrifstofa HSÍ lokar á föstudegi. Sautján klukkustundir sem að Hamrarnir höfðu til stefnu til þess að undirbúa, prenta út, skrifa undir, láta forráðamenn Akureyringa skrifa undir, skanna inn og senda til HSÍ. Vegna þessa þurftu formaður og framkvæmdarstjóri Hamranna að taka sér frí frá vinnu daginn eftir til þess að vinna að þessu. Þetta tók langan tíma en hafðist fyrir rest. Leikurinn fór fram og umgjörð fram úr björtustu vonum, 300 áhorfendur í KA-heimilinu og sigur heimaliðsins góður.Það var síðan á þriðjudagsmorgun sem að mótastjóri HSÍ hringir í formann Hamranna og tilkynnir honum að einn leikmaður Hamranna hafi ekki verið með leikheimild. Þessi leikmaður skrifaði undir samning, eins og allir aðrir leikmenn liðsins, en gleymdist að skanna hann inn í öllu stressinu. Mannleg mistök, sem hefðu ekki þurft að gerast hefðu Hamrarnir vitað betur. Eftir þennan umrædda fund (30. ágúst) stóðu bæði Hamrarnir og forsvarsmenn Akureyringa í þeirri meiningu að leikmenn 2. flokks væru löglegir með liði Hamranna. Það var hinsvegar ekki svo.Hamrarnir vita upp á sig sökina en eru hinsvegar gríðarlega svekktir hvernig af málinu hefur verið staðið. Ef Hamrarnir væru hinum megin við borðið væri erfitt að taka við þessum tveimur stigum, þar sem leikmaðurinn kom ekkert við sögu í leiknum. Þróttarar hafa örugglega ekki fagnað innilega við þessar fréttir.Hamrarnir hafa ákveðið að áfrýja málinu til dómstóla HSÍ. Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Nú á dögunum var Þrótturum dæmdur sigur gegn Hömrunum í 1. deild karla í handknattleik. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu þann 28. september og unnu heimamenn frá Akureyri leikinn 28-26. Mótanefnd HSÍ dæmdi Þrótturum 10-0 sigur en samkvæmt reglun HSÍ munu Akureyringar hafa mætt til leiks með ólöglegan leikmann. Umræddur leikmaður hafði skrifað undir leikmannasamning við Hamranna sem og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en að sögn talsmanns Hamranna gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Leikmaðurinn kom aldrei við sögu í umræddum leik og sat allan tímann á varamannabekknum. En handknattleiksdeild Hamranna hefur ákveðið að áfrýja dómnum til dómsstóla HSÍ.Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Hömrunum vegna þess að liðinu var dæmt tap í leik gegn Þrótti þann 28. september s.l.. Hamrarnir unnu þó leikinn, 28-26.Mótanefnd HSÍ dæmdi í gær úrslit úr leik Hamranna og Þróttar, sem fram fór á Akureyri fyrir framan ríflega 300 áhorfendur á laugardaginn var, ógild. Hamrarnir unnu leikinn 28-26 en er í stað þess dæmt 0-10 tap. Ástæða þess er að Hamrarnir voru með ólöglegan leikmann á leikskýrslu í leiknum.Hamrarnir viðurkenndu brot sitt strax en um mannleg mistök var að ræða. Umræddur leikmaður var búinn að skrifa undir leikmannasamning við Hamranna og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en vegna gríðarlegrar pressu sem sett var á stjórn Hamranna, daginn fyrir leik, gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Umræddur leikmaður lék þó ekki eina mínútu í umræddum leik, heldur sat allan tímann á varamannabekknum, og hafði því ekki bein áhrif á leikinnÁðurnefnd pressa var sett á stjórn Hamranna af HSÍ vegna alvarlegs misskilnings. Þann 30. ágúst síðastliðinn flaug formaður Hamranna til Reykjavíkur til þess að funda með HSÍ um væntanlega þátttöku Hamranna í 1. deild karla í handbolta. Eins og hefur komið fram áður í fjölmiðlum þá var Hkd. Hamranna stofnuð í fullkomnu samráði við Akureyri Handboltafélag, meðal annars til þess að styrkja handboltann á Akureyri og gefa ungum leikmönnum tækifæri á því að öðlast dýrmæta reynslu áður en haldið er í Olís-deildina.Á þessum fundi var rætt hvernig leikmenn 2. flokks Akureyrar gætu spilað með Hömrunum. Þar var formanni Hamranna tilkynnt að best væri að sameina Hamrana og 2. flokk Akureyrar. Í framhaldinu funduðu forráðamenn Akureyri-Handboltafélags með forráðamönnum HSÍ sem óskuðu eftir óformlegri og stuttri tilkynningu þess efnis. Hún var samþykkt af HSÍ fyrir undirritun og af forráðamönnum Akureyrar og Hamranna. Hamrarnir og Akureyri ræddu um málið sín á milli og voru sammála um efni hans, og töldu sig með réttu geta notað leikmenn bæði með Hömrunum og 2. flokki Akureyrar, þá leikmenn sem hafa aldur til.Því töldu forráðamenn Akureyrar og Hamranna að leikmenn þyrftu ekki að hafa félagaskipti til Hamranna, þar sem liðin væru sameinuð, né leikmannasamning þar sem leikmenn eru með samning við Akureyri sem heldur utan um 2. flokkinn. Töldu forráðamenn félaganna á Akureyri því ekki þörf á því að leikmenn voru með tvöfaldan leikmannasamning, þar sem liðin væru sameinuð, „á pappírunum“ eins og það var kallað. Enginn leikmaður Hamranna mun spila með 2. flokki Akureyrar og samkomulagið því aðeins gert til að leyfa ungum strákum að öðlast reynslu með Hömrunum.Hamrarnir héldu síðan áfram sínum undirbúningi, skrifuðu undir samning við aðra leikmenn og voru klárir í slaginn í fyrsta leik. Fimmtudagskvöldið fyrir fyrsta leik í deildinni fékk formaður Hamranna símatal frá mótastjóra HSÍ þar sem hann segir að leikmenn 2. flokks Akureyrar séu ekki með leikheimild með Hömrunum. Þetta er 17 klukkustundum áður en skrifstofa HSÍ lokar á föstudegi. Sautján klukkustundir sem að Hamrarnir höfðu til stefnu til þess að undirbúa, prenta út, skrifa undir, láta forráðamenn Akureyringa skrifa undir, skanna inn og senda til HSÍ. Vegna þessa þurftu formaður og framkvæmdarstjóri Hamranna að taka sér frí frá vinnu daginn eftir til þess að vinna að þessu. Þetta tók langan tíma en hafðist fyrir rest. Leikurinn fór fram og umgjörð fram úr björtustu vonum, 300 áhorfendur í KA-heimilinu og sigur heimaliðsins góður.Það var síðan á þriðjudagsmorgun sem að mótastjóri HSÍ hringir í formann Hamranna og tilkynnir honum að einn leikmaður Hamranna hafi ekki verið með leikheimild. Þessi leikmaður skrifaði undir samning, eins og allir aðrir leikmenn liðsins, en gleymdist að skanna hann inn í öllu stressinu. Mannleg mistök, sem hefðu ekki þurft að gerast hefðu Hamrarnir vitað betur. Eftir þennan umrædda fund (30. ágúst) stóðu bæði Hamrarnir og forsvarsmenn Akureyringa í þeirri meiningu að leikmenn 2. flokks væru löglegir með liði Hamranna. Það var hinsvegar ekki svo.Hamrarnir vita upp á sig sökina en eru hinsvegar gríðarlega svekktir hvernig af málinu hefur verið staðið. Ef Hamrarnir væru hinum megin við borðið væri erfitt að taka við þessum tveimur stigum, þar sem leikmaðurinn kom ekkert við sögu í leiknum. Þróttarar hafa örugglega ekki fagnað innilega við þessar fréttir.Hamrarnir hafa ákveðið að áfrýja málinu til dómstóla HSÍ.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira