Fótbolti

Gylfi spilaði í 20 mínútur í öruggum sigri Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Tottenham er í flottum málum í sínum riðli í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 2-0 útisigur á rússneska liðinu AZhi í Moskvu í kvöld. Bæði mörk Tottenham-manna komu í fyrri hálfleiknum.

Tottenham hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Evrópudeildinni og markatalan er 5-0. Liðið hefur nú fimm stiga forskot á liðinu í 3. og 4. sæti í riðlinum og það ætlar að verða lítið mál fyrir Gylfa Þ'or Sigurðsson og tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum í þessum leik en fékk að spila síðustu tuttugu mínúturnar þegar hann kom inn fyrir Érik Lamela.

Jermain Defoe skoraði fyrra markið á 34. mínútu með fagmannlegri afgreiðslu í teignum eftir sendingu frá Lewis Holtby,

Nacer Chadli bætti við öðru marki með hnitmiðuðu skoti úr teignum fimm mínútum síðar eftir sendingu frá bakverðinum Kyle Walker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×