Samúel: Stóðum ekki undir nafni í fyrri hálfleik Sigmar Sigfússon skrifar 19. október 2013 16:19 Samúel Ívar í leik með Haukum. „Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira