Poppkornsát dregur úr áhrifamætti auglýsinga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 13:41 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. mynd/getty Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“ Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira