Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Finnland 34-18 | Finnar engin fyrirstaða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2013 11:02 Mynd/Valli Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira