Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 19-24 | Valur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. október 2013 09:37 Mynd/Daníel Valur komst á topp Olísdeild kvenna með góðum sigri á Íslandsmeisturum Fram í kvöld. Valskonur eru enn taplausar á tímabilinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik dró í sundur með liðunum, þar sem þaulreyndir leikmenn Vals reyndust númeri of stórir á lokasprettinum. Eftir vandræðagang í upphafi leiks hjá Fram náðu þær bláklæddu að koma sér almennilega af stað eftir að hafa lent 6-2 undir. Góður kafli þar sem Fram skoraði sex mörk í röð hafði mikið að segja og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Innkoma Hildar Sverrisdóttur í mark Fram hafði mikið að segja en hin sextán ára Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og þessi stórefnilega skytta skoraði hvert markið á fætur öðru. Valsmenn fóru vel yfir sín mál í hálfleik og sigu fram úr í síðari hálfleik, hægt og rólega. Ragnheiður og Sigurbjörg Jóhannsdóttir sáu nánast einar um sóknarleik Fram og eftir því sem leið á hálfleikinn fór þreytan að segja meira til sín. Ekki skrýtið enda tók Ragnheiður 25 skot í leiknum. Kristín, Anna Úrsúla og Hrafnhildur búa yfir mikilli reynslu og reyndust öflugar fyrir Valsliðið í kvöld. Óvæntari var innkoma Sigríðar Ólafsdóttur í mark Vals en eftir að hún kom inn á varði hún 58 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig og átti sannkallaðan stórleik. Fram saknaði þeirra Ástu Birnu Gunnarsdóttur og Steinunnar Björnsdóttur en báðar eiga við meiðsli að stríða. Ungar og efnilegar stúlkur leystu þær af hólmi en í kvöld reyndist lið Vals einfaldlega númeri of stórt fyrir þær.Mynd/VilhelmStefán: Við getum betur Stefán Arnarson, þjálfari Vals, lofaði ungt lið Fram eftir sigur sinna manna í Safamýrinni. „Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Lið Fram, sem er ungt og efnilegt, spilaði mjög vel en við eigum að geta betur. Í stöðunni 8-4 hefðum við átt að vera mun agaðri og við hefðum átt að klára þennan leik mun fyrr en við gerðum,“ sagði Stefán. „Í seinni hálfleik fórum við svo að spila mun betri vörn og mættum þeirra skyttum. Þá varð þetta mun erfiðara fyrir þær, sérstaklega þegar við fengum nokkur hraðaupphlaup.“ „En heilt yfir getum við betur. Ég vil þó ekki taka neitt af Fram, sem er mjög ungt og efnilegt lið. Þær hafa ekki sömu breidd og við og maður sá að þær voru orðnar þreyttar.“Mynd/DaníelHalldór Jóhann: 15 mínútna kafli fór með leikinn „Við getum verið ánægð með baráttuna en við vissum auðvitað fyrirfram að til að vinna Val þarf að leggja sig 100 prósent fram í 60 mínútur. En það kom 15 mínútna kafli í okkar leik sem ég var ósáttur við og það var í raun það sem fór með leikinn hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir fimm marka tap gegn Val í kvöld. „Það tala allir um að við erum með ungt og efnilegt lið. En við ætlumst til mikils af okkur og við vilju meira. Við sættum okkur ekki við að tapa fyrir bestu liðunum með bara nokkrum mörkum því við teljum okkur vera eitt af bestu liðunum.“ Halldór Jóhann neitar því ekki að meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikninginn. Það sást best á því að fáir leikmenn skoruðu fyrir Fram í kvöld og hin unga Ragnheiður Júlíusdóttir tók alls 25 skot í leiknum. „Hún er sextán ára gömul og mikið efni. En það þarf að leiðbeina henni í réttan farveg og það tekur tíma. En það er frábært að vera með svona efni í höndunum og geta unnið með það. En ég hefði viljað sjá meira koma frá ákveðnum leikmönnum á ákveðnum köflum.“Mynd/DaníelHrafnhildur: Öruggt í seinni hálfleik Hrafnhildur Ósk Skúladóttir segir að leikurinn hefði þróast á þann hátt sem hún bjóst við fyrirfram. „Þær eru sprækar og fljótar. Við vissum að við fengjum engin auðveld mörk hér í kvöld,“ segir hún. „Þær náðu að koma sér inn í leikinn eftir góða byrjun hjá okkur en svo var þetta frekar öruggt í seinni hálfleik. Meiðslin hjá þeim hafa sitt að segja og við erum með góða breidd. Það hafði áhrif.“ Hún segir að liðið hafi hætt að spila sem lið á slæma kaflanum í fyrri hálfleik. „Við vorum að spila sem einstaklingar þá og vorum óskynsamar. Þá fer þetta yfirleitt svona hjá okkur.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Valur komst á topp Olísdeild kvenna með góðum sigri á Íslandsmeisturum Fram í kvöld. Valskonur eru enn taplausar á tímabilinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik dró í sundur með liðunum, þar sem þaulreyndir leikmenn Vals reyndust númeri of stórir á lokasprettinum. Eftir vandræðagang í upphafi leiks hjá Fram náðu þær bláklæddu að koma sér almennilega af stað eftir að hafa lent 6-2 undir. Góður kafli þar sem Fram skoraði sex mörk í röð hafði mikið að segja og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Innkoma Hildar Sverrisdóttur í mark Fram hafði mikið að segja en hin sextán ára Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og þessi stórefnilega skytta skoraði hvert markið á fætur öðru. Valsmenn fóru vel yfir sín mál í hálfleik og sigu fram úr í síðari hálfleik, hægt og rólega. Ragnheiður og Sigurbjörg Jóhannsdóttir sáu nánast einar um sóknarleik Fram og eftir því sem leið á hálfleikinn fór þreytan að segja meira til sín. Ekki skrýtið enda tók Ragnheiður 25 skot í leiknum. Kristín, Anna Úrsúla og Hrafnhildur búa yfir mikilli reynslu og reyndust öflugar fyrir Valsliðið í kvöld. Óvæntari var innkoma Sigríðar Ólafsdóttur í mark Vals en eftir að hún kom inn á varði hún 58 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig og átti sannkallaðan stórleik. Fram saknaði þeirra Ástu Birnu Gunnarsdóttur og Steinunnar Björnsdóttur en báðar eiga við meiðsli að stríða. Ungar og efnilegar stúlkur leystu þær af hólmi en í kvöld reyndist lið Vals einfaldlega númeri of stórt fyrir þær.Mynd/VilhelmStefán: Við getum betur Stefán Arnarson, þjálfari Vals, lofaði ungt lið Fram eftir sigur sinna manna í Safamýrinni. „Þetta var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Lið Fram, sem er ungt og efnilegt, spilaði mjög vel en við eigum að geta betur. Í stöðunni 8-4 hefðum við átt að vera mun agaðri og við hefðum átt að klára þennan leik mun fyrr en við gerðum,“ sagði Stefán. „Í seinni hálfleik fórum við svo að spila mun betri vörn og mættum þeirra skyttum. Þá varð þetta mun erfiðara fyrir þær, sérstaklega þegar við fengum nokkur hraðaupphlaup.“ „En heilt yfir getum við betur. Ég vil þó ekki taka neitt af Fram, sem er mjög ungt og efnilegt lið. Þær hafa ekki sömu breidd og við og maður sá að þær voru orðnar þreyttar.“Mynd/DaníelHalldór Jóhann: 15 mínútna kafli fór með leikinn „Við getum verið ánægð með baráttuna en við vissum auðvitað fyrirfram að til að vinna Val þarf að leggja sig 100 prósent fram í 60 mínútur. En það kom 15 mínútna kafli í okkar leik sem ég var ósáttur við og það var í raun það sem fór með leikinn hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir fimm marka tap gegn Val í kvöld. „Það tala allir um að við erum með ungt og efnilegt lið. En við ætlumst til mikils af okkur og við vilju meira. Við sættum okkur ekki við að tapa fyrir bestu liðunum með bara nokkrum mörkum því við teljum okkur vera eitt af bestu liðunum.“ Halldór Jóhann neitar því ekki að meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikninginn. Það sást best á því að fáir leikmenn skoruðu fyrir Fram í kvöld og hin unga Ragnheiður Júlíusdóttir tók alls 25 skot í leiknum. „Hún er sextán ára gömul og mikið efni. En það þarf að leiðbeina henni í réttan farveg og það tekur tíma. En það er frábært að vera með svona efni í höndunum og geta unnið með það. En ég hefði viljað sjá meira koma frá ákveðnum leikmönnum á ákveðnum köflum.“Mynd/DaníelHrafnhildur: Öruggt í seinni hálfleik Hrafnhildur Ósk Skúladóttir segir að leikurinn hefði þróast á þann hátt sem hún bjóst við fyrirfram. „Þær eru sprækar og fljótar. Við vissum að við fengjum engin auðveld mörk hér í kvöld,“ segir hún. „Þær náðu að koma sér inn í leikinn eftir góða byrjun hjá okkur en svo var þetta frekar öruggt í seinni hálfleik. Meiðslin hjá þeim hafa sitt að segja og við erum með góða breidd. Það hafði áhrif.“ Hún segir að liðið hafi hætt að spila sem lið á slæma kaflanum í fyrri hálfleik. „Við vorum að spila sem einstaklingar þá og vorum óskynsamar. Þá fer þetta yfirleitt svona hjá okkur.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira